250 þús. tonn af þorski og 50 þús. af ýsu

Landssamband smábátaeigenda fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra fyrr í þessri viku.  Þar lýstu forsvarsmenn LS miklum áhyggjum yfir tillögum Hafrannsóknastofnunar um heildarafla á næsta fiskveiðiári.   Einkum lúta þær að veiðiráðgjöf í ýsu og þorski.
Á fundinum hvatti LS ráðherra til að heimila 250 þús. tonna heildarafla í þorski og 50 þús. tonna veiði á ýsu.  Félagið færði margvísleg rök fyrir tillögunum, þar sem þyngst vegur upplifun sjómanna á miðunum allt í kringum landið.  Litlu skiptir þar í hvaða veiðarfæri er veitt, alls staðar gríðarlegt magn af þessum tegundum.
Í viðræðum við ráðherra var sérstaklega vikið af ýsunni.  Það er mat LS að verði jafn mikið af ýsu á veiðislóð eins og verið hefur á yfirstandandi fiskveiðári samhliða því að kvótinn verði minnkaður um fimmtung, mun það leiða til óyfirstíganlegra vandræða fjölmargra smábátaútgerða.