Þorskur skerðist vegna tvíhliða samninga

Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerð um heildarafla fyrir fiskveiðiárið 2014 / 2015.  Þar staðfestir ráðherra í einu og öllu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Athygli vekur að í reglugerðinni er leyfilegur heildarafli í þorski, löngu, keilu, grálúðu og gullkarfa lægri en tillögur Hafró.  Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að að það sé vegna væntanlegra veiða Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga í lögsögunni í samræmi við tvíhliða samninga.