Makrílveiðar hafnar

Færaveiðar smábáta á makríl eru að skríða af stað.  Heimilt var að hefja veiðarnar 1. júlí og eru 15 bátar byrjaðir og hafa landað alls 44 tonnum.  
Mestu hefur verið landað í Keflavík 23 tonnum, á Rifi eru komin 7 tonn á land, Arnarstapa 6 tonn og Grindavík 5 tonn.  Á öðrum stöðum sem landað hefur verið eru – Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn, Akranes og Ólafsvík.
Alls hafa verið veidd 12.643 tonn það sem af er vertíðinni.
Unnið upp úr gögnum frá Fiskistofu