Stjórnvöld hækki aflaviðmiðun til strandveiða

Stjórn Landssambands smábátaeigenda kom saman til fundar á Hólmavík 16. og 17. júlí.   Á næstu dögum verður greint frá fundinum og ályktunum sem samþykktar voru.
Lokið er umfjöllun fundarins um strandveiðar.  Í máli fundarmanna kom fram mikil óánægja með að ráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis hafi ekki orðið við beiðni LS sl vor um hækkun aflaviðmiðunar.