Kári, Ásdís, Birta og Hulda með mestan afla

Hulda SF er aflahæsti strandveiðibáturinn að loknu III. tímabili strandveiða – maí – júlí.  Báturinn er gerður út frá Hornafirði og er skipstjóri og eigandi hans Hólmar Unnsteinsson.  Segja má að Hólmari renni blóðið til skyldunnar þar sem faðir hans, afi og langafi eru allir starfandi trillukarlar.
  
Hulda SF 197 - 7490.jpg
Hólmar sagði veiðarnar hafa gengið ágætlega þó þorskurinn gæfi sig nú verr en á undanförnum árum.  Það væri því oft langt að fara og „skammturinn ekki sjálfgefinn á þeim 14 klukkustundum sem hver róður má standa yfir.  
Hulda SF hefur farið í 45 róðra á tímabilinu sem skilað hafa alls 35.465 kg.
Á svæði C er Birta SU aflahæst – 32.767 kg í 44 róðrum.
Á svæði B er Ásdís ÓF með mestan afla 31.201 kg í 39 róðrum.
Kári BA er aflahæstur á svæði A með 17.993 kg í 23 róðrum.