Eitt þeirra málefna sem oft eru rædd er línuívilnun dagróðrabáta. Hún hefur verið mikilvægur þáttur í útgerð línubáta þar sem beitt er í landi í áratug.
Landssamband smábátaeigenda leggur áherslu á að línuívilnun eigi að ná til allra dagróðrabáta.
Í ályktun sem stjórn LS samþykkti 16. júlí sl. og send hefur verið til ráðherra er lögð áhersla á að stjórnvöld standi vörð um línuívilnun.
Með línuívilnun var verið að koma til móts við hagsmuni og þarfir minni byggða þar sem beitning var snar þáttur í atvinnulífinu. Auk þess hefur þróunin bætt við vaxandi kröfu velborgandi markaða eftir dagróðrafiski frá línubátum þar sem saman fer hágæða fiskur og umhverfisvænar veiðar, eins og segir í ályktuninni.