Landssamband smábátaeigenda hefur sent Fiskistofu erindi þar sem vakin er athygli á að veiðiheimildir til strandveiða á svæðum A og C verði ekki fullnýttar. Veiðum lauk á svæði A í gær og lýkur á C svæðinu í dag.
Í bréfi LS er óskað eftir að einum degi verði bætt við á svæði A og tveimur á C. Dagarnir verði nýttir í næstu viku á tímabilinu 18. – 21. ágúst.
Erindið er nú til meðferðar í Fiskistofu og Sjávarútvegsráðuneytinu og má gera ráð fyrir svari fljótlega.
Bréf LS: Beiðni um viðbótardaga.pdf