Reglugerð um handfæri gildir ekki um makrílveiðar

Sjávarútvegsráðuneytið hefur breytt reglugerð um bann við handfæraveiðum suður af Látrabjargi.  Með breytingunni er eytt öllum vafa um að hún taki til færaveiða á makríl. 
 
Forsaga málsins er sú að landssambandinu barst ábending frá makrílveiðimanni um að Landhelgisgæsla hefði bent honum á að bann við veiðum með handfærum gilti einnig um færaveiðar á makríl.  Í samtali LS við Hafrannsóknastofnun var staðfestur sá skilningur félagsins að þar væri ekki átt við færaveiðar smábáta á makríl.
Í kjölfarið sendi LS bréf til sjávarútvegsráðuneytisins þar sem óskað var eftir að ekki yrðu lagðar hömlur á færaveiðar smábáta á makríl innan svæða sem reglugerðir um handfæraveiðar kveða á um.