Grásleppuvertíðin 2014 gekk ágætlega þegar tekið er mið af veiðinni. Fjöldi veiðidaga var óbreyttur milli ára 32. Alls tóku 223 bátar þátt í veiðunum nú sem er fækkun um 63 báta frá 2013. Veiði á hvern bát var að meðaltali 32 tunnur, en í fyrra skilaði vertíðin 30 tunna meðaltali.
Mestu var landað af grásleppu á Stykkishólmi og nægði magnið í 788 tunnur af söltuðum hrognum, Drangsnes og Hólmavík komu þar næst á eftir.
Óseld hrogn frá vertíðinni í fyrra gerði grásleppukörlum lífið leitt í upphafi vertíðarinnar. Menn hófu veiðar án þess að nein verð væru tilkynnt hvað þá að fyrir lægi magn sem kaupandi var reiðubúinn að taka á móti. Þetta ástand hafði í för með sér verðlækkun á hrognum frá fyrra ári um 7% lægra verð fékkst fyrir þau nú. Grásleppan (búkurinn) var öll unnin til útflutnings, en þar var sama upp á teningunum, verðlækkun milli ára. 61 kr/kg á móti 94 krónum 2013.
Minni heimsveiði nú ætti að liðka til fyrir sölu á næstu vertíð þvi ólíklegt er að birgðir verði við upphaf hennar.
Grásleppa og grásleppuhrogn eru enn á rauðum lista hjá WWF – Alþjóðlega náttúrverndarsjóðnum. Unnið er að MSC vottun grásleppunnar og eru vonir bundnar við að hægt verði að bjóða afrakstur vertíðarinnar héðan með þeirri viðurkenningu.
Á fundi stjórnar LS í júlí sl. voru grásleppumálin til umræðu. Mikillar óánægju gætti hjá stjórninni varðandi þann neikvæða stimpil sem WWF hefði tekist að koma á grásleppuafurðir. Stjórnin samþykkti eftirfarandi varðandi grásleppumál: