Frá því makrílveiðar smábáta hófust 1. júlí sl. til og með 24. ágúst hafa alls 4.900 tonn veiðst. Veiðisvæðin hafa verið við Reykjanes – Keflavík og útifyrir Grindavík, við Snæfellsnes og í Húnaflóa – í Steingrímsfirði og nú síðast hefur kroppast inni í Miðfirði.
Aflanum hafa bátarnir landað á svæðinu frá Vestmannaeyjum vestur og norður að Hólmavík á alls 12 stöðum.
Mestu hefur verið landað í Ólafsvík 1.326 tonnum, næst í röðinni kemur Arnarstapi með 804 tonn, í Grindavík er búið að landa 732 tonnum, Rfi 695 tonnum og Keflavík 634 tonnum.