Landssamband smábátaeigenda hefur ritað Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem vakin er athygli á færaveiðum smábáta á makríl. LS fer þess á leit við ráðherra að hann hækki viðmiðun á makríl úr 6.800 tonnum í 10 þús. tonn.
Í bréfinu kemur fram að veiðar smábáta á yfirstandandi vertíð sýni að áætluð viðmiðun hafi verið of lág og því mikilvægt að bæta við og tryggja veiðar þeirra 114 báta inn í september.
LS mun eiga fund með ráðherra um málefni smábátaeigenda á morgun miðvikudaginn 3. september þar sem þetta mál mun örugglega bera á góma.
Einnig kemur fram í bréfinu að markmið LS sé að tryggja smábátum 12 – 16% hlut í heildarmakrílveiðum Íslendinga. „Krafa LS er því hógvær þar sem 10 þús. tonn eru innan við 6% af fyrirhuguðum heildarafla, eins og segir í bréfi LS til ráðherra.