Nýlokið er sameiginlegum makrílleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmann og Grænlendinga. Markmið leiðangursins, sem fram fór í júlí og ágúst. var m.a. að kortleggja útbreiðslu og magn makríls og annarra uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi. Fjögur skip tóku þátt í leiðangrinum, Árni Friðriksson eitt þeirra, og notuðu þau sams konar flotvörpu sem sérstaklega hafa verið þróuð fyrir leiðangur sem þennan.
Í niðurstöðum kemur fram að á mælingarsvæðinu sem spannaði yfir 2,45 milljónir fermetra (24 sinnum Ísland) er lífmassi (heildarvísitala) makríls talin vera 9 milljónir tonn, þar af 18% í íslenskri efnahagslögsögu (1,6 milljónir tonn). Vísitalan nú er sú hæsta sem mælst hefur frá upphafi rannsókna 2007.