Valentínus kosinn formaður Snæfells

Aðalfundur Snæfells var haldinn í Grundarfirði í gær 14. september.  Fundurinn var ágætlega sóttur og mikill hugur og baráttuandi í félagsmönnum.  
Félagsmenn voru sammála um að trillukarlar um land allt þyrftu að blása til sóknar varðandi réttindabaráttu sína.  Það væri lamið á þeim og því þörf á að rísa upp og krefjast þess að stjórnvöld virði og taki tillit til sjónarmiða smábátaeigenda. Strandveiðar, makrílveiðar, síldveiðar og línuívilnun voru þar ofarlega á baugi.
Á fundinum var þung umræða um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.  Fundurinn var á einu máli um að hækka bæri aflareglu þorski úr 20% af veiðistofni í 25%.  Hver einasti sjómaður væri ósammála ráðgjöfinni nú, flestir hefðu reiknað með 250 þús. tonna hámarksafla á yfirstandandi fiskveiðiári í stað 216 þús.
Snæfell Valentínud - Sigurjón.jpg
Í kosningu til stjórnar tilkynnti Sigurjón Hilmarsson Ólafsvík (tv) að hann gæfi ekki kost á sér.  Í hans stað var Valentínus Guðnason Stykkishólmi kosinn formaður með rússneskri kosningu.
Með Valentínusi í stjórn Snæfells voru kosnir:
Ásmundur Guðmundsson, Heiðar Magnússon, Kristinn Ólafsson og Örvar Marteinsson, 
Hér má sjá ályktanir sem fundurinn samþykkti: