Ívilnun í ýsu verði 30%

Aðalfundir svæðisfélaga LS standa nú sem hæst.  Í gærkveldi var aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi á Fáskrúðsfirði, í dag 17. september fundar Fontur á Þórshöfn, á morgun fimmtudag er Klettur með fund á Akureyri – sjá nánar.
Á aðalfundi Félags smábátaeigenda á Austurlandi voru fjörlegar umræður um málefni smábátaeigenda.  Fundarmönnum fannst síðustu breytingar á lögum um stjórn fiskveiða hafa skort allt samráð við hagsmunaaðila.  Frumvarp fyrir þeim hefði ekki verið lagt fram af ráðherra heldur hefði Avinnuveganefnd Alþingis unnið málið í laumi og afgreitt til afgreiðslu fyrir þingið þegar búið var að ákveða þinglok.   Þannig hefðu ekki einu sinni alþingismenn haft tækifæri til að kynna sér lagabreytingarnar.
Nú hefur komið á daginn að ráðuneyti sjávarútvegsmála virðist ekki ætla að taka tillit nefndarálits atvinnuveganefndar.  T.d. hefði ráðuneytið gert stórkostlegar breytingar á línuívilnun með því að minnka það magn sem hefur farið til ívilnunar í ýsu um helming – úr 2.100 tonnum í 1.100 tonn og steinbít úr 900 tonnum í 700 tonn.  Þetta geri ráðuneytið þrátt fyrir bókun atvinnuveganefndar um óbreytta tilhögun þessara mála á yfirstandandi fiskveiðiári.   Fundarmenn mótmæltu þessu harðlega.
Austurland Guðlaugur og Njáll.jpg
Guðlaugur Birgisson Djúpavogi og Njáll Ingvason Neskaupstað ræða málin í fundarhléi

Meðal ályktana sem samþykktar voru var um línuívilnun dagróðrabáta.  Fundurinn fer fram á að ívilnun í ýsu verði hækkuð í 30% til að koma til móts við þorskveiðar krókaaflamarksbáta.  
Ólafur Hallgrímsson Borgarfirði er formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi og með honum í stjórn eru:
Sævar Jónsson Neskaupstað
Kári Borgar Ásgrímsson Borgarfirði
Guðlaugur Birgisson Djúpavogi
Alfreð Sigmarsson Seyðisfirði
Sjá nánar ályktanir frá aðalfundi Félagi smábátaeigenda á Austurlandi.pdfi