Neyðarkall frá Ströndum

Á aðalfundi Stranda sem haldinn var í dag 21. september, átti sér stað þung umræða um þá erfiðu stöðu sem upp er komin í línuveiðum á grunnslóð sem rekja má til ákvörðunar stjórnvalda að lækka veiðiheimildir í ýsu um 20%.
Við línuveiðar á þorski er ekki hægt að forðast ýsu sem meðafla.  Þar sem aflaheimildir í ýsu fást ekki leigðar er línuveiðum sjálfhætt.  
Vegna þessarar stóralvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnulífi á Ströndum samþykktu fundarmenn að senda alþingismönnum NV kjördæmis erindi þar sem óskað er eftir liðsinni frá þeim.   
Markíll Hólmavík.jpg