Landssamband smábátaeigenda verður með sýningarsvæði á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Smáranum í Kópavogi 25. – 27. september.
Þetta er fjórða skipti sem Landssambandið tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni.
Sýningarbás LS er í aðal salnum nr. P39.
Landssamband smábátaeigenda býður smábátaeigendur og aðra sýningargesti velkomna að líta við á bás sinn, P39, til að taka létt spjall og kynna sér starfsemi félagsins.
Boðið verður upp á íslenskt sjávarfang, þ.e. heitreyktan makríl og makrílpaté á heimabökuðu rúgbrauði.
Sýningin verður opin fimmtudag og föstudag frá kl. 10:00-18:00 og laugardag frá kl. 10:00-16:00.