Fjölmenni hjá LS

Íslenska sjávarútvegssýningin stendur nú yfir.  Góður rómur var gerður af þátttöku Landssambandsins á sýningunni.  Fullt var á sýningarbás félagsins nánast allan daginn.
LS bauð gestum að smakka krókaveiddan makríl frá Ómari á Höfn.  Skemmst er frá því að segja að hann þótti algjört lostæti og þá ekki síður fyrir þá sem lýstu sig matvonda, að ekki sé nú talað um þá sem sögðust aldrei mundu smakka makríl!
Sýningin heldur áfram á morgun föstudag og stendur frá kl 10:00 – 18:00.  
Í sýningarskrá LS stendur þetta um makrílinn.
Screen Shot 2014-09-25 at 20.47.49.png


Sýningarbás LS

Sjávarútvegssýningin.jpg