Sigurður Hjartarson nýr formaður Eldingar

Elding – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – hélt aðalfund sinn á Ísafirði 21. september sl.   Fundurinn var afar vel sóttur og baráttuandi ríkjandi.  
Í setningarræðu formanns – Sigurðar Kjartans Hálfdánssonar – kom fram að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu. 
 

Sigurður Hjartarson.jpg

Nýr formaður Eldingar var kosinn Sigurður Hjartarson Bolungarvík og með honum í stjórn eru:
Birkir Einarsson Flateyri
Páll Björnsson Þingeyri
Þórður Sigurvinsson Suðureyri
Kristján Andri Guðjónsson Ísafirði
Strandveiðar og línuívilnun voru fyrirferðarmikil mál á fundinum.  Góður rómur var gerður að samþykkt stjórnar LS um óbreytt strandveiðikerfi að undanskildu því að heildaraflaþak verði afnumið þannig að tryggt verði heimilt verði að róa 4 daga í viku hverri mánudag – fimmtudag á tímabilinu maí – ágúst.
Mikill kurr var í fundarmönnum yfir þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða viðmiðun til línuívilnunar í ýsu um 1000 tonn.  Ákvörðunin jafngilti að verið væri að núa hnífnum í sárinu!   Fundurinn krafðist þess að skerðingunni yrði skilað tafarlaust.