Markaðsaðstæður ráði fjölda veiðidaga

Aðalfundur Skalla – félag smábátaeigenda á N-vestra – var haldinn á Sauðárkróki 19. september sl.   Fundinn sóttu félagsmenn allt frá Hvammstanga að Siglufirði.
Sverrir Sveinsson formaður Skalla flutti ítarlega skýrslu um starfsemina á árinu.  Fyrirferðamikið var barátta félagsins við að fá opnað reglugerðarhólf á Fljótagrunni, en þar hafa handfæraveiðar verið bannaðar undanfarin ár.  Beiðni félagsins var keyrð gegnum Hafrannsóknastofnun þar sem lögð var fram tillaga um nýjar viðmiðunarpunkta byggða á upplýsingum frá heimamönnum.  Þrátt

Sverrir.jpg

fyrir að sýnatökur sýndu að smáfiskur væri í óverulegu magni á því svæði sem tillaga var gerð um að opna var ekki fallist á breytingar.  Skalli undi ekki þeirri niðurstöðu og krafðist aðkomu ráðherra að málinu.  Það bar ekki tilætlaðan árangur þar sem hann hafnaði einnig breytingartillögu Skalla.
Að sögn kunnugra er það hvergi þekkt í víðri veröld að stjórnvöld banni handfæraveiðar vegna mælinga sem gefa til kynna að 25% af afla á tilteknu svæði sé undir ákveðnum stærðarmörkum.
Á fundinum kynnti Steinar Skarphéðinsson skýrslu sem hann hafði unnið um strandveiðar.  Þar komu fram kostir og ókostir strandveiða.  Sjónarmið Steinars voru mikið rædd og lauk með samþykkt tillögu um rýmkun á reglum um strandveiðar.
                                                                           
                   Sverrir Sveinsson Siglufirði  – formaður Skalla  
Í umræðu um grásleppumál voru fundarmenn sammála um að markaðsaðstæður ættu að ráða fjölda veiðidaga.  Þá hafnaði aðalfundur Skalla þeirri aðferðarfræði sem Hafrannsóknastofnun beitir við stofstærðarmælingu á grásleppu.