Á fyrstu 8 mánuðum ársins hefur útflutningsverð á söltuðum grásleppuhrognum hækkað um 5,5% í evrum talið. Meðtalin í þessari hækkun eru hrogn frá vertíðinni 2013, þannig að hér er um sérlega áhugaverð tíðindi að ræða. Fyrir þau hrogn fengust um 450 evrur en verð fyrir ný hrogn hefur farið yfir 800 evrur fyrir tunnuna.
Sömu sögu er ekki hægt að segja um verðið á kavíarnum. Þar virðast íslenskir og erlendir framleiðendur hafa ætlað að gleipa markaðinn hver frá öðrum með því að lækka verð í kjölfar verðhruns á hráefninu. Ekki er annað að sjá en verðstríð standi enn yfir þar sem hvert kíló í útflutningi á tímabilinu janúar – ágúst skilar færri evrum en var á sama tímabili 2013. Munurinn er 14%.
Heildarútflutningur tímabilsins á yfirstandandi ári svarar til 4.500 tunna sem skilað hefur 546 milljónum. Í fyrra var útflutningsverðmætið hins vegar komið í 690 milljónir. Eins og undanfarin eru Frakkar langstærstu kaupendur af kavíar, en Svíar eru hins vegar stærstir erlendu kaupendurnir á söltuðum grásleppuhrognum.
Frágangur til eftirbreytni –
mynd tekin við löndun úr Sæljóma BA 59 á Brjánslæk