Hafró finnur töluvert meira af ýsuseiðum

Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöðu úr rannsóknaleiðangri á rækju á grunnslóð.  Alls voru sex svæði könnuð:  Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp, Húnaflói, Skagafjörður, Skjálfandi, Axarfjörður.  Stofnvísitala rækju var í meðallagi í Ísafjarðardjúpi og hefur stofnunin lagt til að þar verði veiðar miðaðar við 750 tonn.  Í Arnafirði var vísitalan hins vegar undir meðallagi, þar er mælt með 250 tonna rækjuveiði á yfirstandandi fiskveiðiári.  Mælingar á öðrum svæðum gáfu ekki tilefni til að heimila veiðar á þeim.
ÝSA.jpg
Stóra fréttin af þessum leiðangri er hins vegar þessi:  

„Töluvert meira mældist af ýsuseiðum í leiðangrinum en undanfarin ár.  

Ekki er í fréttatilkynningu Hafró nánar getið um þessi góðu tíðindi, hvort t.d. útbreiðslan sé almenn og nákvæmur samanburður við fyrri ár.