Sveitarstjórn Srandabyggðar – grafalvarleg staða smábátaútgerðar

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra formlega ósk um fund til að fara yfir stöðu mála og leita lausna við alvarlegri stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu.  Samhliða samþykkti sveitarstjórnin ályktun sem send hefur verið til ráðherra.  

Staðan grafalvarleg

Í ályktuninni vekur sveitarstjórn Strandabyggðar athygli sjávarútvegsráðherra á grafalvarlegri stöðu smábátaútgerðar í Strandabyggð.  Sveitarstjórninni virðist sem atvinnuvegurinn sæti harðri aðför „kerfisins með fjölbreytilegum og margþættum aðgerðum sem miða að því að knésetja smáútgerðir í stórum stíl, eins og segir í ályktuninni.
Hættulegar reikningskúnstir

Við 20% skerðingu á aflaheimildum í ýsu bætist við 48% skerðing á línuívilnun í henni.  Byggðakvóti er skertur um 44% vegna kvótasetningar á rækju sem er minni en sem nemur rækjuveiðum undanfarinnar ára.  
„Svona reiknikúnstir ná ekki nokkurri átt og eru hreint út sagt hættulegar.  Það verður að skoða afleiðingar útreikninganna – það er fólk þarna á bakvið 
segir orðrétt í ályktuninni.
Sjórinn fullur af ýsu

Þá er vikið af rannsóknarleiðangri Drafnar RE35 á rækju.  Meðaflinn staðfestir reynslu sjómanna, 7 tonn af ýsu og 1 tonn af þorski, að ekki er hægt að veiða þorsk vegna þess að sjórinn er fullur af ýsu.



Markíll Hólmavík.jpg