Ýsuvandræðin eru heimatilbúin

Á 30. aðalfundi LS vék formaður félagsins Halldór Ármannsson að þeim vandræðum sem steðja að sjómönnum vegna ýsumagns á grunnslóðinni.  Halldór gagnrýndi Hafró fyrir nýta sér ekki þekkingu sjómanna og gögn frá þeim í meira mæli.  
Eftirfarandi er brot úr ræðu formannsins um þetta málefni:  
„Þessar fréttir eru eitthvað sem við myndum vilja að yrðu skoðaðar af þér hæstvirtur sjávarútvegsráðherra, því grásleppukarlar og smábátasjómenn eru yfir höfuð alls ekki sammála þeirri aðferðafræði sem að Hafró beitir við sínar rannsóknir.  Teljum við að sú þekking sem að sjómenn búa yfir og sú skráning sem fer fram við veiðar sé miklu meiri og markvissari en þau gögn sem náð er í einu sinni á ári til þess að hægt sé að meta heildarveiði næstkomandi fiskveiðiárs. 
Halldór  Á.jpg
Varla þarf að nefna þau vandræði sem steðja að sjómönnum vegna ýsumagns á grunnslóðinni.  Bátar sem róa allt frá Breiðafirði og austur að Langanesi eru búnir að vera í stökustu vandræðum á undanförnum árum og núna á þessu hausti hefur ýsuafli aukist jafnt og þétt á grunnslóðinni fyrir Austurlandi.  Þessi vandræði eru heimatilbúin vegna þess, eins og við höfum áður sagt, að ef mælt er þar sem ýsan er ekki, þá er hún að sjálfsögðu ekki til eins og kemur fram í kokkabókum Hafró.