Lokahnikkur til MSC hafinn

Vottunarstofan Tún ehf hefur tilkynnt að lokaferli sé hafið til vottunar grásleppuveiða við Ísland samkvæmt stöðlum MSC. Berist ekki efnisleg athugasemd við verkferlið á næstu 15 virkum dögum mun verða heimilt að MSC merkja grásleppuhrogn héðan.  Það á þó aðeins við söluaðila sem gerast aðilar að vottuninni.
MSC merking ætti að gefa Íslandi forskot í sölu hrogna, en Grænlendingar eiga töluvert í land með að ná vottun.  Bent skal á að þegar vottunin er komin í höfn mun fátt geta réttlætt að grásleppa og grásleppuhrogn héðan verði lengur á válista Alþjóða náttúruverndarsjóðsins.  Vera hennar þar hefur gert vörunni erfitt fyrir í Svíþjóð og Þýskalandi.
 
Grásleppa til fyrirmyndar.jpg