Aflaverðmæti lækkar milli ára

Tæpa 15 milljarða vantar upp á að aflaverðmæti síðasta fiskveiðárs næði sömu verðmætum og fiskveiðiárið 2012/2013.  137,8 milljarðar er niðurstaðan.
Þetta eru að sjálfsögðu vonbrigði en skýrist að mestu á minni afla. 
Það er eins og oftast áður að þorskurinn ber ægishjálm yfir aðrar tegundir.  Bætir vel við sig milli fiskveiðiára og skilaði 51 milljarði í aflaverðmæti sem jafngildir 37% alls aflaverðmætis síðasta fiskveiðiárs.  
Allur uppsjávarfiskurinn skilaði 33,3 milljörðum sem er 30% samdráttur milli ára.  Makríllinn skilaði um helmingnum og jókst verðmæti hans um fimmtung milli ára.