Skilaði 200 tonnum af ýsu

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að skila til baka 20% af því sem hann hafði með reglugerð skert ýsuafla til línuívilnunar.
  
Með reglugerð um veiðar í atvinnuskyni 2014/2015 sem gefin var út í júlí sl. var afli til línuívilnunar í ýsu minnkaður um 1000 tonn og steinbít um 200 tonn, miðað við það sem verið hefur.
Landssamband smábátaeigenda mótmælti ákvörðuninni kröftuglega þar sem m.a. var bent á að þarna hafi verið um meiriháttar inngrip í línuívilnun þvert á það sem bókun Atvinnuveganefndar Alþingis sagði til um og Alþingi samþykkti.  Þá hefur félagið einnig kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar ráðherra.
Með reglugerð frá 2. desember sl. hefur ráðherra ákveðið að auka línuívilnun í ýsu um 200 tonn.