Skammt er á milli breytinga á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Fyrr í dag birtust þau tíðindi að heimilað hefur verður að skipta á þorski úr krókaaflamarki fyrir ýsu í aflamarkskerfinu.
Þorskurinn slæst með breytingunni í félag með ufsanum um tegundir sem heimilt verður að flytja aflamark frá bátum í krókaaflamarkskerfi til skipa sem hafa veiðileyfi með aflamarki. Flutningur er háður því að um jöfn skipti í þorskígildum sé að ræða.
Ígildastuðull fyrir ýsu er 1,30 og ufsa 0,81.
Þess má geta að sjávarútvegsráðuneytið beindi fyrirspurn til LS um framangreint málefni þegar aðalfundur stóð yfir. Eftir stutta umræðu var óskað eftir afstöðu fundarins. Algjör einhugur var um að hafna hugmynd ráðuneytisins.
Afstaða Landssamband smábátaeigenda var því skýr hvað þetta málefni varðar.