Eins og fram hefur komið bendir fyrsta mæling á 2014 árganginum af ýsu til þess að lokið sé sex ára hrinu lélegra árganga. Haustrall hefur verið framkvæmt frá 1996 að árinu 2011 undanskildu.
Til marks um hversu risastór 2014 árgangurinn mælist er hann 120% yfir meðaltali allra árganga frá 1996, en við þann útreikning hefur LS sett 2011 árganginn á 40.
Annar skemmtilegur samanburður er að mælingin í haust á 2014 árganginum er rúmum þriðjungi stærri en síðustu 5 árgangar samanlagt.
Grafið hér að neðan sýnir niðurstöður haustralls á mælingu einstakra árganga.