Heildarafli stendur í stað

Að loknum fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins er heildarafli svo gott sem óbreyttur frá sama tímabili í fyrra.  Heildaraflinn nú nemur 284.632 tonnum sem er 1.300 tonnum minna en í fyrra, munurinn ½ %.
Krókaaflamarksbátar hafa nýtt 44,8% (58,1%) af úthlutuðum kvóta í ýsu og 25,5% (27,1%) í þorski.   Samsvarandi í aflamarkskerfinu er 25% í ýsu og 31,4% (32,0%) þorski.

Innan sviga eru tölur síðasta fiskveiðiárs.