Evrópusambandið og Noregur hafa gengið frá samkomulagi skiptingu veiðiheimilda í Norðursjó. Meðal þess sem vekur athygli er að heildarafli er aukinn í þorski og ýsu. Þorskurinn fer upp um 5% og ýsan um 7%.
Samkvæmt frétt í Worldfishing felur samkomulagið í sér að heimilt verður að veiða 40.711 tonn af ýsu og 29.189 tonn af þorski, af því fær Evrópusambandið milli 83 og 84% í hvorri tegund.