Gildi hækkar vexti á sjóðfélagalánum

Gildi lífeyrissjóður hefur tilkynnt hækkun á vöxtum lána hjá sjóðfélögum.   Í bréfi sjóðsins er sagt að vextir á sjóðfélagalánum sem nú eru 3,10% verði á næsta gjalddaga 3,35%.
Þeir sem haft hafa samband við Landssamband smábátaeigenda vegna þessa eru gjörsamlega orðlausir yfir háttalagi sjóðsins.  „Í stjórninni er örugglega lið sem ekkert fylgist með því sem er að gerast á landinu, eins og einn viðmælandi LS orðaði það.  Hann skoraði á félagið að krefjast þess að ákvörðunin yrði tafarlaust dregin til baka og sjóðfélagar sem hlut ættu að máli yrðu beðnir afsökunar á áreitinu.  
Screen Shot 2014-12-14 at 01.48.08.png
Í áðurnefndu bréfi Gildis er engra skýringa getið hvers vegna vextir séu hækkaðir né að tilkynningu sé að finna um málið á heimasíðu sjóðsins.
 
 
Ákvörðunin er í raun óskiljanleg þar sem í stjórn Gildis sitja fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og launþega, en báðir aðilar hafa gefið út að vextir séu of háir í landinu.   
Formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs er forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar og varaformaður sjóðsins er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ekki þarf að leita lengra en í Viðskiptablaðið frá 11. desember sl. þar sem greint er frá viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins við stýrivaxtalækkun Seðlabankans.  Fyrirsögnin er „SA fagna lækkun.  Í niðurlagi fréttarinnar um yfirlýsingu samtakanna segir eftirfarandi:
„Að jafnaði vænti stjórnendur 2,5% verðbólgu næstu tólf mánuði sem sé í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans.  Í yfirlýsingu kemur einnig fram að samtökin hafi ítrekað bent á að vextir hér á landi verði að lækka.  Heimili og fyrirtæki líði fyrir of háa vexti miðað við nágrannalöndin.