Makríll til fleiri landa

Ánægjulegt er að sjá hversu mörg lönd hafa keypt makríl frá Íslandi á fyrstu 10 mánuðum þessa árs.  Alls hefur hann verið seldur til 36 landa á móti 28 á sama tímabili í fyrra.
   
Útflutningsverðmæti er komið í 20,7 milljarða, sem er 1,6 milljarði hærra en á tímabilinu janúar – október 2013.  
Verðið hefur aðeins gefið eftir er nú 5% lægra en það var í fyrra.
Eins og 2013 hefur mest verið selt til Rússlands eða um 36 þús tonn, sem er 31% heildarútflutningsins, til Hollands hafa farið 30 þús. tonn og til Nígeríu rúm 12 þús. tonn.  Samanlagt til þessara þriggja landa hafa farið 68% heildarútflutningsins.
Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands