Gildi svarar gagnrýni LS

Gildi lífeyrissjóður hefur birt á heimasíðu sinni útskýringar á óvæntri vaxtahækkun á lánum sjóðfélaga.  
Í frétt sjóðsins er umtalsverð raunvaxtahækkun undanfarinna missera sögð ástæða hækkunarinnar.  Lækkun stýrivaxta Seðlabankans í tvígang hafi ekki dugað til svo halda mætti 3,1% vöxtum á verðtryggð lán til sjóðfélaga, m.t.t. að sjóðurinn fengi viðunandi ávöxtun.  
 
Í frétt Gildis kemur einnig fram að sjóðurinn mun frá byrjun næsta árs bjóða upp á óverðtryggð lán.