Erfitt ár að baki

Georg Eiður Arnarson trillukarl í Vestmannaeyjum, eigandi Blíðu VE26, hefur þann ágæta sið að rita áramótahugleiðingar og setja á blogsíðu sína.  Þar deilir hann lesendum sínum því sem hæst bar á árinu hjá honum.  
Hér verður birtur sá kafli pistilsins sem fjallar um sjávarútveginn og útgerðina:
„Útgerðin hjá mér varð fyrir ýmsum áföllum á árinu. Eftir rótar fiskirí fyrstu tvo mánuði ársins, gafst vélin upp í gamla bátnum. Ég hafði nú oft velt því fyrir mér, hvernig ég myndi bregðast við ef sú staða kæmi upp og notaði ég þessa stöðu til þess að byggja upp til framtíðar með því að opna á alla möguleika, bæði að gera bátinn upp með nýrri vél og/eða að setja hann upp í stærri bát, sem að úr varð. Skipti ég þannig úr liðlega 7 tonna bát í 10 tonna bát, sem er að öllu leyti stærri og öflugri heldur en gamli báturinn. 
Georg.jpg


Sumarið var í sjálfu sér ágætt og náði ég í ca. 100 tonn út ágúst á nýja bá
tnum. Haustið hefur hins vegar verið mjög erfitt, tíðarfarið afskaplega erfitt og ég hef lent í smávægilegu bileríi í haust, sem kannski má segja að hafi náð toppnum 5 dögum fyrir jól, en þá bilaði önnur vélin það illa í bátnum, að hún er komin upp á verkstæði og í parta, en það er ætlunin að hefja róðra strax eftir áramót á einni vél, en það má segja að það hafi verið ein stærsta ástæða fyrir því að ég keypti þennan bát þ.e.a.s. tvær vélar og möguleiki á að róa á annarri þó hin bili. 

Aflabrögð í haust eru ekkert sérstök, komin í ca. 70 tonn, en framundan er vertíðin og svo sumarið, svo eitthvað á nú eftir að reytast inn.

Ég hef oft sinnis fjallað um kvótakerfið í gegnum árin, en um síðustu áramót sendi ég ríkisstjórninni svolítið tóninn vegna þeirrar ákvörðunar hennar um að leyfa stækkun smábáta, sem áttu að hámarki vera 15 tonn, en mega nú vera allt að 30 tonn og ég spáði því að þessi ákvörðun myndi hafa þær afleiðingar að fjöl margir myndu missa vinnuna vegna þessarar ákvörðunar, sem hefur gengið eftir, en ég er ánægður með það að nýlega sagði þingmaður úr meirihlutanum við mig, að þetta hefði verið alveg rétt hjá mér. Sé reyndar í fréttum í dag, að einn harðasti baráttumaðurinn fyrir þessari stækkun og með næst mestu aflaheimildirnar í krókaaflamarkskerfinu, útgerð JV frá Bolungarvík, sem hefur m.a. lýst því yfir nýlega að nú sé tímabært að fara að sameina þessi tvö kvótakerfi, en þegar rýnt er í tölurnar þá myndi slík aðgerð færa þessum útgerðarmanni sem nemur mismuninum á verði aflaheimilda í stóra og litla kerfin við sameiningu, allt að 2 milljarða upp í hendurnar, en í fréttunum kemur fram að þessi útgerðarmaður fór á hausinn 2012, fékk samt að flytja aflaheimildirnar yfir í annað félag og samkvæmt fréttinni, er síðan bankinn hans að afskrifa hjá honum 9 milljörðum króna. Er nema furða þó að vextir frá bönkunum séu háir. 

Ég er einn af mörgum sjómönnum sem hefur kvartað yfir Hafró, sérstaklega yfir útreikningum þeirra á ýsustofninum. Merkilegt að sjá niðurstöðuna úr haustralli Hafró, þar sem nýjasti ýsustofninn mælist sá næst stærsti sem nokkrum sinnum hefur mælst. En spurningin er þessi: Hafró er búin að segja það í 3 ár að ýsan er algjörlega hruninn, en hvaða fiskur er það þá sem er að hrygna öllum þessum ýsuseiðum?