Heildarafli íslenskra skipa í fyrra hefur ekki verið minni síðan 2010. Alls veiddust 1.079 þús. tonn, en á árinu 2013 endaði aflinn í 1.367 þús. tonnum. Samdrátturinn nemur 21%.
Af botnfiski veiddust 434.802 tonn sem er 34 þús. tonnum minna en 2013. Þorskaflinn bar sem endranær ægishjálm yfir annan botnfisk en hlutur hans var 55% eða 239 þús. tonn. 2013 var þorskur hins vegar helmingur alls botnfiskaflans.
Uppsjávaraflinn 2014 varð 623.702 tonn á móti 872.745 tonnum 2013. Mestu munaði þar um loðnuna þar sem í fyrra veiddust aðeins 112 þús. tonn á móti 454 þús. tonnum 2013.
Unnið upp úr bráðabirgðatölum Fiskistofu