Ýsuafli krókaaflamarksbáta það sem af er fiskveiðiári er kominn í 4.011 tonn. Það er 92% af því sem þeir fengu úthutað í upphafi fiskveiðiársins. Með leigu og skiptum á ufsa og þorski fyrir ýsu úr aflamarkskefinu, færslu milli ára og sérstakri úthlutun er veiðiheimild krókaaflamarksbáta í ýsu til loka fiskveiðiársins aðeins tæp 2.500 tonn.
Í aflamarkskerfinu er aðra sögu að segja. Heildarýsuafli þeirra er kominn að sjö þúsund tonnum sem er 29% af úthlutuðum kvóta.
Unnið upp úr gögnum frá Fiskistofu