Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur samþykkt nýja hluthafastefnu sjóðsins. Með henni hyggst sjóðurinn stuðla að auknu gegnsæi og ábyrgð félaga sem hann á verulegan hlut í enda sé fjárfestingin a.m.k. 1 milljarður. Tilgangur þessa er m.a. að stuðla að langtímahagsmunum og sjálbærni þeirra og ábyrgum stjórnarháttum.
Til skamms tíma var stefna sjóðsins að eiga ekki mann í stjórn félaganna. Nú hin síðari ár hefur umræða m.a. leitt til þess að sjóðurinn hefur tilgreint fulltrúa sinn í stjórn félaganna. Ný hluthafastefna beinir sjóðnum áfram á þeirri braut og gerir hann enn virkari í stjórnum.
Í hluthafastefnunni er m.a. sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnur sem byggir þá væntalega á samskipta og siðareglum Gildis.
Í kafla hluthafastefnunnar um starfskjarstefnu er m.a. fjallað um laun stjórnarmanna og forstjóra.
„Við mat á því hverjar séu eðlilegar launagreiðslur fyrir stjórnarsetu í félagi telur Gildi-lífeyrissjóður að rétt sé að líta til umfangs og ábyrgðar starfsins, sem og þess fórnarkostnaðar sem stjórnarmenn þurfa að færa til að geta rækt skyldur sínar við félagið.„Við ákvörðun launa forstjóra telur Gildi-lífeyrissjóður rétt að líta til innri þátta félags, launadreifingar innan þess og launa sem ætla má að forstjóra bjóðist á þeim markaði sem félagið starfar á.