Landssamband smábátaeigenda birtir nú í fjórða sinn lítraverð á litaðri olíu við bátadælu. OLÍS bíður nú lægsta verðið lítraverðið 133,10 m.vsk, verðið lækkaði um 9,3% frá því í desember.
Skeljungur fylgir OLÍS fast eftir, þar var verðið aðeins 10 aurum hærra 133,20.
Munurinn á hæsta og lægsta verði nú var upp á eyri sá sami og í desember 5,10 kr sem jafngildir 3,8% sem það er hærra hjá N1 en OLÍS.
Fyrir 3 mánuðum var mismunur á hæsta og lægsta verði 1,05%.
Frá því fyrsta könnunin var birt 23. október sl. hefur verð lækkað um 30 krónur – 18.7%.
Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar.
Félagsmenn eru hvattir til að bera verðið sem hér er birt saman við þann afslátt sem þeir fá.
Verð á lítra 23. janúar 2015
OLÍS 133,10 kr / lítri
Skeljungur 133,20 kr / lítri
N1 138,20 kr / lítri