LS hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn félagsins um frumvarp til laga um Haf- og vatnarannsóknir – sameiningu stofnana.
Fram kemur í umsögninni að LS styður meginefni frumvarpsins – að sameinaðar verði tvær stofnanir – Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun.
Í athugasemd við einstaka greinar frumvarpsins leggur LS áherslu á að auk þeirra hlutverka sem þar eru upptalin skuli hin nýja stofnun Haf- og vatnarannsókna eiga og reka skip til rannsókna á hafsvæðinu við Ísland. Enga skýringu er að finna í frumvarpinu hvers vegna þessi nauðsynlegi þáttur er ekki í frumvarpinu.
Umsögn LS: Haf- og vatnarannsóknir.pdf