Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna á sl. ári nam 1,17 milljörðum sem er um 200 milljónum lægra en árið 2013 skilaði.
Alls voru flutt út 959 tonn af grásleppukavíar og söltuðum grásleppuhrognum og skiptist magnið nokkuð jafnt milli afurðanna. Heildarmagn milli ára dróst saman um tæp 8%.
Verðhækkun varð á söltuðum grásleppuhrogn, útflutningsverðmæti á hvert kíló fór upp um 5,4%. Það sama var ekki upp á teningunum með grásleppukavíarinn þar sem verðið á hvert kíló var um 18% lægra nú en á árinu 2013.
Frá Norðurfirði – beðið eftir grásleppuvertíðinni