Meira veiðist af rauðmaga

Frá áramótum hefur alls verið landað 8 tonnum af rauðmaga.  Það er mun meira en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var rétt um 3 tonn.  



Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar þurfa krókabátar leyfi til að stunda rauðmagaveiðar.  Alls eru 12 bátar með leyfi á þessari vertíð sem er tveimur fleira en í fyrra.   Fanney  EA 82 er komin með mestan afla 2,5 tonn, en þess má geta að hún var aðeins komin með 330 kg á þessum tíma í fyrra. 



Rauðmagi.jpg