Grásleppa sem meðafli er það sem af er árinu nærri fjórfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Alls er búið að landa 5,3 tonnum á móti 1,4 í fyrra.
Það jákvæða við aukna veiði er að hún gefur vísbendingu um að meira sé af grásleppu nú en í fyrra. Neikvæða hliðin er hins vegar sú að þessi grásleppa nýtist ekki til neinna verðmæta.
Alls eru 33 skip á bakvið aflann allt frá smábátum sem stunda netaveiðar til stórra uppsjávarskipt. Í flestum tilvikum er um lítið magn að ræða.
Rétt er að minna á að í reglugerð 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða er ákvæði sem varðar grásleppu sem veiðist sem meðafli í net. Ákvæðið er eftirfarandi:
„Skipum sem stunda netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar samkvæmt sérstöku leyfi Fiskistofu, er skylt að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin.