Byggðakvóti í ferðaþjónustu

Trillukarlar á Suðureyri hafa sent bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bréf þar sem þeir mótmæla ákvörðun hennar um að hverjum og einum frístundabáti verði útlutað 2 tonnum af byggðakvóta.
Samþykkt bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um málefnið er eftirfarandi:
„- 30% verði skipt jafnt, þó ekki meira en viðkomandi landaði á fyrra 
        fiskveiðiári, nema frístundabátar (Flateyri, Þingeyri, Suðureyri)
landa megi hvar sem er í sveitarfélaginu til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.
frístundabátar 2,0 tonn per bát
Í bréfinu sem undirritað er af 16 smábátaeigendum á Suðureyri segir m.a.: 
„Nýjasta útspil bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á úthlutun byggðakvóta Suðureyrar er samt eitthvað sem verður ekki flokkað undir annað en lítilsvirðingu gagnvart smábátasjómönnum á Suðureyri.  Hún er sú að erlendir túristar á sjóstangveiðum fá að veiða góðan part af byggðakvóta Suðureyrar sem verður úthlutað til fyrirtækis sem er skráð í öðru byggðarlagi með hótel og veitingarekstur. 
í niðurlagi bréfsins segir þetta:
„Að útdeila þessum stuðningi til veiða fyrir erlenda túrista á skemmtibátum, er ólíðandi með öllu.  Það er sorglegt að kjörnir fulltrúar sem eiga að gæta jafnræðis skuli snúa allri eðlilegri stjórnsýslu á hvolf, til að þóknast sérhagsmunum fárra.  Nær væri að styðja betur við bakið á þeim fjölmörgu smáfyrirtækjum sem starfa innan sveitarfélagsins.  Með því að styðja við smáfyrirtækin innan byggðarkjarna sveitarfélagsins og gefa þeim tækifæri til að dafna skapast meiri verðmæti og stöðugleiki í atvinnumálum.  Og vonandi færri neyðarfundir um atvinnumál innan sveitafélagins.

Viljum við undirritaðir útgerðarmenn og áhugafólk um öfluga smábátaútgerð á Suðureyri mótmæla þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við skiptingu byggðarkvóta Suðureyrar og hvetja bæjarstjórnina til að hætta að þóknast sérhagsmunum þeirra stærri.  Ásamt því að hafa jafnræði og eðlilega stjórnsýslu að leiðarljósi í framtíðar ákvörðunum sínum.
Samþykkt LS um byggðakvóta:
Byggðakvóti verði nýttur af dagróðrabátum
 
og komi sem ívilnun við löndun.