Breytingar á fiskverði

Fyrr í dag var ákveðið á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna nýtt verð á slægðum þorski, óslægðri og slægðri ýsu og karfa.
Óslægð ýsa hækkar um 10%, slægður þorskur og karfi um 3%, en slægð ýsa lækkar hins vegar um 2%.   Verðbreytingarnar eiga við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.   Breytingin tekur gildi í dag 2. mars 2015.
Sjá fiskverð samkvæmt töflum Verðlagsstofu skiptaverðs.