Makríll – smábátar fái 12 þús. tonn

LS hefur kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína um makrílveiðar færabáta á komandi vertíð. Félagið ítrekar áðurframkomið að færaveiðar á makríl eigi að vera frjálsar.  
Á síðustu makrílvertíð voru færaveiðar stöðvaðar 5. september með reglugerð sem ráðherra undirritaði.  Veiðar stóðu þá sem hæst og voru mikil verðmæti í makrílnum, 600g+ algeng stærð.  Smábátaeigendur lýstu óánægju sinni með ákvörðun ráðherra og bentu á fjölmörg atriði sem mæltu með áframhaldandi veiðum.  Þá efuðust makrílveiðimenn einnig um réttmæti ákvörðunarinnar, þar sem ekki höfðu veiðst þau 1.200 tonn sem heimilt var að veiða í september. 
Heildarveiði á makríl hjá færabátum endaði í 7.466 tonnum sem veidd voru af 121 bát.
Makríll Hólmavík.jpg

 
Makrílvertíðin 2015

Undirbúningur fyrir vertíðina 2015 er í fullum gangi.  Landssambandið hefur sett stefnuna á 12 þús. tonna afla hjá færabátum.  Eins og fram kom hér að framan hefur ráðherra verið kynnt krafa LS ásamt tillögum um veiðifyrirkomulag.  Þar er gert ráð fyrir að veiðar hefjist 15. júlí og standi út árið eða meðan eitthvað veiðist.  Hlé verði gert á veiðum yfir verslunarmannahelgi.  Aflanum verði skipt á 3 tímabil:
15. júlí – 30. júlí         3.000 tonn
4. ágúst – 31. ágúst         5.000 tonn
1. september – 30. september 4.000 tonn
1. október – áramóta         opið fyrir tilraunaveiðar
Félagsmenn eru hvattir til að vinna tillögunni fylgi með viðræðum við sína menn sem haft geta áhrif á framgang mála.  
Rétt er að taka það sérstaklega fram að það sama á við önnur baráttumál LS 
strandveiðar
línuívilnun
byggðakvóta
Farsælast til árangurs er að einbeita sér að einu máli hverju sinni.
Makrílveiðar færabáta umfjöllun í september 2014