Smábátafélagið KLETTUR (Ólafsfjörður – Tjörnes) hefur boðað félagsmenn sína til fundar. Fundurinn verður haldinn á Akureyri nk. föstudag 13. mars og hefst kl 16:00.
Fundarstaður er Veitingastaðurinn Bryggjan að Strandgötu 49.
Á fundinum verður m.a. rætt um:
Grásleppuvertíðina 2015
Strandveiði 2015 – kröfur LS og tengd mál
Stjórn fiskveiða og veiðigjöld
Fyrirhugað laxeldi í Eyjafirði
Félagsmál
Önnur mál
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS mætir á fundinn.
Trillukarlar – sýnum samstöðu og fjölmennum á fundinn.
Formaður Kletts er Óttar Már Ingvason Akureyri
Sjá nánar: Klettur félagsfundarboð mars.pdf