Litlar og meðalstórar útgerðir

Eitt af þeim frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram á yfirstandandi þingi var breyting á lögum um stjórn fiskveiða og laga um veiðigjöld (samningaleið).   Ráðherra hefur nú tilkynnt að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða verði slegið á frest, en boðað breytingar á lögum um veiðigjöld.
Breytt staða var rædd á fundi stjórnar LS 3. mars sl.   Í umræðu um væntanlegt frumvarp um veiðigjöld var m.a. lögð áhersla á að fastur afsláttur yrði hækkaður, sérstakt veiðigjald yrði ekki innheimt af fyrstu 100 þorskígildistonnum í úthlutun.  
 
Eftirfarandi var samþykkt um veiðigjöld:
„LS ítrekar fyrri afstöðu um að veiðigjöld taki mið af kostnaði við veiðar hverrar tegundar sem hlutfalli af aflaverðmæti.  Sérstakt veiðigjald leggist á úthlutun umfram 100 þoskígildistonn, með því verði komið til móts við litlar og meðalstórar útgerðir.