Fontur félag smábátaeigenda á NA-landi, Kópasker – Vopnafjörður hefur boðað til fundar um grásleppumál. Fundurinn verður haldinn á Hótel Tanga Vopnafirði nk. laugardag 14. mars.
Grásleppufundur: Laugardaginn 14. mars 2015 kl 12:00.
Fundarstaður: Hótel Tangi á Vopnafirði.
Fundarefnið er grásleppuvertíðin sem hefst á vorjafndægri 20. mars.
Á félagssvæði Fonts er áratugahefð fyrir grásleppuveiðum og fjölmargir sem hafa meginhluta tekna sinna af þeim. Mikilvægi veiðanna er því gríðarlegt og hyggjast félagsmenn með fundinum stilla saman strengi varðandi verð og aðra þætti sem tengjast vertíðinni.
Í fyrra voru gerðir út 27 bátar frá byggðarlögunum, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði. Heildarveiði þeirra jafngilti 1.181 tunnu af söltuðum hrognum. Búast má við einhverri fjölgun á komandi vertíð, það er þeir sem ekki fóru í fyrra vegna óvissu með sölu taki nú þátt í veiðunum.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS mætir á fundinn.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og líta á fundinn sem nauðsynlegan þátt í undirbúningi vertíðarinnar.
Formaður Fonts er Oddur Vilhelm Jóhannsson Vopnafirði.