Á fundi stjórnar LS 3. mars sl. kom skýrt fram að einhugur er um mikilvægi þess að línuívilnun nái til allra dagróðrabáta – óháð stærð þeirra og aðferð til beitningar.
Samþykkt var að leggja áherslu á tvískipt línuívilnunarkerfi og svara spurningunni um: „Hvar eigi að taka aflann til vélabáta? með eftirfarandi:
Á tímabilinu 2003 – 2012 voru alls 6.868 tonn af þorski ónýtt til línuívilnunar. Sambærilegar tölur fyrir ýsu og steinbít eru 1.915 tonn og 1.943 tonn. Þessar viðmiðanir verði nýttar til að ná markmiðinu um línuívilnun til allra dagróðrabáta. Viðbótarafla verði deilt niður á næstu 3 – 4 fiskveiðiár.