Mótmæla fyrirhuguðu laxeldi

Á fjölmennum fundi í Kletti sem haldinn var á Akureyri 13. mars sl. var áformum um stórtækt laxeldi í Eyjafirði harðlega mótmælt. 
Í ályktun fundarins segir m.a. að 

IMG_1352.jpgfyrirhuguðu 8000 tonna laxeldi sé ætlaður staður „í og við Bakkaál, sem er mjög mikilvæg veiðislóð fyrir smábáta sem stunda línuveiðar í Eyjafirði.  Þannig verði gengið harkalega á rétt sjómanna sem stundað hafa þar veiðar árum saman.  „Jafnframt er óljóst hver áhrifin af stórfelldu fiskeldi verða á lífríki Eyjafjarðar og þá nytjastofna sem þar eru, eins og segir í ályktun smábátaeigenda í Kletti (Ólafsfjörður – Tjörnes).

Áhyggjur af verkfalli

Á fundinum voru grásleppumálin fyrirferðamikil.  Einkum var rætt um fjölda veiðidaga og yfirvofandi verkfall sem menn höfðu miklar áhyggjur af.  
Fram kom að verkfallið gæti hafist 10. apríl 
IMG_1354.jpg
eða á þeim tíma sem vertíðin er í hámarki.
Í lok umræðna var tillaga frá Sigurði Kristjánssyni Húsavík samþykkt, að leggja til við fulltrúa félagsins í grásleppunefnd LS að hvert veiðileyfi mundi gilda í 50 daga.